Innlent

Ók á bíl eldri hjóna og stakk af - Um 30 árekstrar í dag

Um þrjátíu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag og þurfti að draga fimmtán bíla burt með kranabíl vegna skemmda, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is.

Birgir Hilmarsson, starfsmaður fyrirtækisins, segir í samtali við fréttastofu nú í kvöld að jólastress sé í ökumönnum. Hann segir að mildi þykir að enginn hafi slasast í þessum þrjátíu árekstrum. Flestir árekstranna eru bílar sem eru að renna í veg fyrir aðra í hálkunni.

Um klukkan fimm í dag var keyrt á bíl eldri hjóna á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar með þeim afleiðingum að bíllinn er ónýtur. Ökumaðurinn keyrði af vettvangi og lýsa lögreglan og árekstur.is eftir ökumanni fjólublás jeppa af gerðinni Grand Cherokee, með skráningarnúmerið UO-110. Þeir sem sjá bílinn eða vita um ferðir hans, geta haft samband við árekstur.is í síma 578-9090.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×