Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur 12. desember 2011 14:30 Tebow er nú einfaldlega kallaður Messías. Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10 NFL Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10
NFL Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira