Erlent

Gifs fannst á Mars

Bergæðin sem Opportunity fann á Mars.
Bergæðin sem Opportunity fann á Mars. mynd/NASA
Rannsóknarflakkari NASA hefur fundið ummerki um vatn á plánetunni Mars. Vísindamenn hjá NASA segja fundinn renna stoðum undir þá kenningu að vatn hafi eitt sinn flætt um plánetuna.

Færanlega rannsóknarstöðin Opportunity hefur ferðast um yfirborð Mars í tæpa 90 mánuði. Fyrir stuttu uppgötvaði Opportunity bergæð úr gifsi eða kalsíum súlfati - efnið er vanalega notað hér á jörðinni til að búa til gifsklæðningu. Efnið er vatnað og gefur til að kynna að vatn hafi eitt sinn verið til staðar á plánetunni.

Reikistjörnusérfræðingurinn Steve Squyres hjá Cornell háskólanum segir fundinn sanna að vatn hafi eitt sinn verið á Mars.

Steinefni af þessum toga hafa áður fundist á Mars en það sem gerir þessa uppgötvun merkilega er sýrustig vatnsins í gifsinu. Það er mun lægra en í öðrum steinæðum sem fundist hafa. Sýrustig gifsins gæti í raun stutt örverulíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×