Erlent

Þurfti nokkra daga í frí - birti dánartilkynningu móður sinnar

Sonurinn var kærður fyrir róstusama hegðun.
Sonurinn var kærður fyrir róstusama hegðun. mynd/AFP
Maður í bænum Brookville í Pennsylvaníu birti dánartilkynningu móður sinnar. Hann lét yfirmann sinn síðan vita að móðir hans hefði fallið frá og vildi fá nokkra daga í frí. Móðir mannsins gekk síðan inn á skrifstofu blaðsins The Jeffersonian Democrat og sagðist vera á lífi.

Eftir að hinn 45 ára gamli Scott Bennett birti dánartilkynninguna hringdu fjölskyldumeðlimir hans í fréttablaðið og leituðu svara - gamla konan var jú á lífi.

Eftir að móðir Bennetts var látin vita fór hún sjálf á skrifstofur blaðsins til að leiðrétta mistökin.

Ritstjóri blaðsins sagðist hafa tekið við dánartilkynningunni í góðri trú. Hann sagði konuna hafa verið afar skilningsríka þegar hann útskýrði málið fyrir henni.

Bennett var handtekinn eftir að málið kom upp. Hann var kærður fyrir róstusama hegðun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brookville vildi Bennett frá nokkra daga í frí frá vinnu sinni og því hafi hann birt dánartilkynningu móður sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×