Erlent

Hulk Hogan: "Ég er ekki hommi"

Hulk Hogan
Hulk Hogan mynd/AFP
Brutus Beefcakemynd/wresting valley
Leikarinn og glímukappinn Hulk Hogan vísar á bug fullyrðingum fyrrverandi eiginkonu sinnar um að hann sé samkynhneigður. Hún segir að Hogan hafi átt í ástarsambandi við kollega sinn Brutus Beefcake.

Hogan segir dylgjur fyrrverandi eiginkonu sinnar vera galnar.

Hogan, sem er 58 ára gamall, höfðaði meiðyrðamál gegn Lindu Bollea eftir að hún upplýsti um ástarsamband hans og Brutus. Hún segir að Hogan hafi nokkrum sinnum átt náin kynni við samkynhneigða karlmenn.

Hún sakar Hogan einnig um að gengið í skrokk á sér.

Hogan, sem með réttu heitir Terrance Gene Bollea, var afar vinsæll glímukappi áður en hann hóf kvikmyndaferil sinn. Hann lék til dæmis í kvikmyndunum Rocky III, Gremlins 2 og Mr. Nanny.

Hogan segir ásakanir Lindu vera hlægilegar. Í viðtali í fréttablaðinu US Weekly sagði Hogan að ef hann væri samkynhneigður þá væri hann fyrir löngu kominn út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×