Fótbolti

Benzema bestur en Gourcuff lélegastur

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Frakklandi. Belginn Eden Hazard hjá Lille var valinn besti útlendingurinn í franska boltanum.

Frakkarnir leyna á sér því þeir velja einnig lélegasta leikmann ársins sem heita "Límónuverðlaunin". Þau fékk Yoann Gourcuff að þessu sinni en hann var ekki að finna sig hjá Lyon.

Lyon fékk aftur á móti verðlaun fyrir frammistöðu ársins gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni. Reyndar er grunur um mútur í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×