Erlent

Hvetja til handtöku George Bush fyrrum forseta í Afríku

Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja yfirvöld í Afríkulöndunum Eþíópíu, Tansaníu og Zambíu til þess að handtaka George Bush fyrrum Bandaríkjaforseta fyrir pyntingar en Bush mun heimsækja þessi lönd í næstu viku.

Amnesty segir að Bush hafi viðurkennt að hafa gefið leyfi fyrir svokölluðum vatnspyndingum gegn bandarískum föngum á árunum 2001 til 2009 þegar hann sat sem forseti Bandaríkjanna. Þessum pyndingum var einkum beitt gegn meintum hryðjuverkamönnum.

Amnesty segir að samkvæmt alþjóðalögum beri að handtaka Bush fyrir þennan glæp. Bush aflýsti ferð til Sviss í febrúar s.l. vegna hættu á að verða handtekinn þar í landi fyrir pyndingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×