Erlent

Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir sínar gegn Íran

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að herða að mun efnahagslegar refsiaðgerðir sínar gegn Íran til að fá Írani til að hætta við kjarnorkuvopnaáform sín.

Öldungadeildin samþykkti með 100 samhljóma atkvæðum að banna bönkum og fjármálastofnunum að eiga í viðskiptum við seðlabanka Írans og refsa þeim sem slíkt gera.

Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn þessum aðgerðum þar sem bankabannið muni hindra olíuviðskipti Írans og geti því leitt til mikillar hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×