Sport

Skelfilegur sturtuklefi enska landsliðsins - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello er þjálfari enska landsliðsins.
Fabio Capello er þjálfari enska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um aðstöðu sem leikmönnum enska landsliðsins verður boðið upp í æfingabúðum liðsins í Kraká í Póllandi næsta sumar.

Enska knattspyrnusambandið ákvað áður en dregið var í riðla að liðið myndi halda til í Kraká. Því verður ekki breytt, þó svo að Englandi hafi dregist í riðil sem spilaður verði í Úkraínu.

Enska götublaðið The Sun fullyrðir að aðstæður á heimavelli Hutnik Krakow séu skelfilegar og birtir ljósmyndir sem teknar voru nú á dögunum. Á myndunum er greinilegt að verið er að endurinnrétta búningsklefana og ætla má að ástandið muni eitthvað skána áður en stórstjörnur enska landsliðsins mæta á svæðið.

Blaðamaður The Sun fullyrðir einnig að grasið á vellinum sé skelfilegt og að það þurfi að skipta því algerlega út. Talsmaður félagsins hefur engar áhyggjur og segir að allt verði tilbúið í apríl næstkomandi.

Talsmenn enska knattspyrnusambandsins segja frétt The Sun ekkert annað en hræðsluáróður og fullyrða að heimavöllur Hutnik Krakow hafi verið besti kosturinn í stöðunni.

Myndirnar og frétt The Sun má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×