Erlent

Tölvuþrjótar settir á internet-skilorð

Aðgerðirnar gera yfirvöldum í Bretlandi kleyft að hamla viðkomandi aðilum frá því að nota internetið.
Aðgerðirnar gera yfirvöldum í Bretlandi kleyft að hamla viðkomandi aðilum frá því að nota internetið. mynd/AFP
Ríkisstjórn Bretlands mun innleiða nýjar refsiaðgerðir gegn tölvuglæpamönnum á næstunni. Þeir sem verða uppvísir að brotum verður meinað að nota internetið í ákveðinn tíma.

Aðgerðirnar gera yfirvöldum í Bretlandi kleyft að hamla viðkomandi aðilum frá því að nota internetið. Reglurnar taka til þeirra sem stundað hafa einelti á internetinu, tölvuhökkurum og kynferðisafbrotamönnum.

Stefnumótunin tekur einnig til skipulagðar glæpastarfsemi á samskiptasíðum. Tveir unglingar hafa nú þegar verið ákærðir fyrir að skipuleggja óeirðir í gegnum samskiptasíðurnar Twitter og Facebook.

Breskir meðlimir samtakanna Anonymous og LulzSec bíða nú réttarhalda en talið er að refsiaðgerðunum verði beitt gegn þeim.

Yfirvöld í Bretlandi leita nú fleiri leiða til að framfylgja refsiaðgerðunum. Þar meðal eru hugmyndir um netmerkingar sem senda skilaboð til yfirvalda þegar afbrotamaður brýtur á þeim skilyrðum sem sett hafa verið á netnotkun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×