Erlent

Þingkosningar að hefjast í Egyptalandi

Fyrstu þingkosningarnar í Egyptalandi frá því að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum í febrúar verða haldnar í dag.

Hussein Tantawi formaður egypska herráðsins hvatti Egypta til að taka þátt í þingkosningunum í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi og sagði að landið stæði nú á krossgötum.

Ávarpið féll í grýttan jarðveg hjá þeim þúsundum manna sem enn halda til á Friðartorginu í Kaíró og krefjast þess að herforingjaráðið láti af völdum. Mótmælin hafa nú staðið í tíu daga samfleytt. Yfir 40 manns hafa fallið í þeim og yfir 2.000 særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×