Erlent

Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn

Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn í morgun þegar von var á að vatn myndi flæða inn í hús í Kristjánshöfn, Nýhöfn og Íslandsbryggju.

Nú liggur ljóst fyrir að sjávarhæðin verður ekki eins há og von var á. Spáð var að sjávarhæðin yrði einum og hálfum metra yfir eðlilegum mörkum en slíkt gerist aðeins einu sinni á öld að jafnaði. Samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunar var sjávarhæðin komin í 131 sentimeter yfir eðlilegum mörkum fyrir klukkutíma síðan og mun ekki stíga meira það sem eftir er dagsins.

Þessi háa sjávarhæð veldur þó ýmsum vandræðum í borginni. Þannig hefur þurft að breyta verulega siglingum skoðunarbáta um síkin í borginni þar sem bátarnir komast ekki undir brýrnar yfir síkin á mörgum stöðum vegna sjávarhæðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×