Erlent

Æröferjan laus af strandstað

Æröferjan komst á flot aftur fyrir stundu. Öflugum dráttarbát tókst að losa ferjuna af sandrifi sem hún strandaði á fyrir utan Svendborg síðdegis í gær.

Um borð voru tæplega 150 manns og amaði ekkert að þeim. Fólkið þurfti þó að dvelja um borð í ferjunni í 16 klukkutíma áður en það tókst að koma henni á flot.

Keld Möller forstjóri fyrirtækisins sem rekur ferjuna hrósar farþegunum fyrir æðruleysi meðan á strandinu stóð sem og þolinmæði yfir því að þurfa að dveljast svo lengi um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×