Erlent

Ein elsta kirkja Bandaríkjanna fundin

Fornleifafræðingurinn William Kelso stendur á grunni kirkjunni.
Fornleifafræðingurinn William Kelso stendur á grunni kirkjunni. mynd/AFP
Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið eina elstu kirkju Bandaríkjanna. Þekktur bandarískur fræðimaður segir Pocahontas og John Rolfe hafa gengið í það heilaga í kirkjunni.

Fornleifafræðingurinn William Kelso segir kirkjuna vera elsta bænahús mótmælendatrúar í Bandaríkjunum. Kirkja fannst í Jamestown í Virginíu-fylki.

Fjórar grafir hafa fundist við kirkjuna og eru þær nú rannsakaðar.

Kelso segir uppgröftin marka þáttaskil í hugmyndum manna um Jamestown. Hann segir að íbúar bæjarins hafa nostrað við bæjinn og borið mikla virðingu fyrir umhverfi sínu.

Hann segir það vera sorglegt að svo margir telji Jamestown einungis hafa verið birgðastöð fyrir Englendinga sem vildu efnast.

Kelso segist vera handviss um að Pocahontas og plantekrubóndinn John Rolfe gengið í hnapphelduna í kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×