Erlent

Flugferðum til London aflýst vegna verkfalls

Icelandair hefur ákveðið að fella niður síðdegisflugið til London á morgun vegna verkfallsaðgerða starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar á Heathrow flugvelli.

Sömuleiðis hefur Iceland Express ákveðið að fella niður flugið til London- Gatwick á morgun. Bæði félögin hafa boðið farþegum að færa sig yfri á önnur flug.

Með þessu bregðast félögin við áskorun breskra flugmálayfirvalda um að fella niður flug til Bretlands á morgun, af ótta við að öngþveiti geti skapast á flugvöllum, vegna tafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×