Erlent

Friðsamar þingkosningar í Egyptalandi

Mikill áhugi er meðal almennings á þingkosningum sem nú standa yfir í Egyptalandi. Langar biðraðir mynduðust við marga kjörstaði í landinu á fyrsta degi kosninganna í gær.

Þessi fyrsti kjördagur fór friðsamlega fram í landinu og mótmælin á Friðartorginu lágu niðri að mestu yfir daginn. Mótmælendurnir höfðu áður hvatt landsmenn sína til þess að sniðganga þessar kosningar.

Alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgjast með framgangi kosninganna og engin vafamál komu upp í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×