Erlent

Fyrrum uppreisnarmenn í Líbíu með 7.000 fanga í haldi

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í Líbíu kemur fram að fyrrum uppreisnarmenn í landinu hafi nú um 7.000 manns í haldi án dóms og laga.

Þessir fangar fá enga lögfræðiaðstoð þar sem starfsemi lögreglu- og dómsyfirvalda er enn í lamasessi eftir uppreisnina gegn Muammar Gaddafi.

Þá eru dæmi um að þeir sæti pyntingum og slæmri meðferð. Talið er að stór hluti þeirra sem eru í haldi séu frá Sahara löndunum suður af Líbíu og hafi starfað sem málaliðar í hersveitum Gaddafis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×