Erlent

Einkadóttir Stalins látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lana Peters sneri baki við kommúnismanum.
Lana Peters sneri baki við kommúnismanum. mynd/ afp
Einkadóttir einræðisherrans Josefs Stalin er látin, 85 ára að aldri. Svetlana Alliluyeva, sem einnig bar nafnið Lana Peters, lést í Wisconsin þann 22. nóvember síðastliðinn. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest lát hennar við fréttaritara BBC í Rússlandi. Peters sneri baki við kommúnismanum eftir að sovéskir kommúnistar drápu manninn sem hún elskaði.

Þegar Peters sneri baki við Sovétríkjunum árið 1967 notuðu Bandaríkjamenn það óspart í áróðursstríði milli stórveldanna tveggja. Peters skrifaði fjórar bækur um endurminningar sínar frá Rússlandi. Skuggi föður hennar fylgdi henni samt alla tíð, að hennar eigin sögn.

Josef Stalin dó 1953.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×