Vasadiskó: Steini úr Quarashi kynnir sólóefni Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. nóvember 2011 12:49 Gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag er enginn annar en Steinar Fjeldsted, rappari Quarashi. Í gær gaf hann út lagið Cigarettes, sem er hans fyrsta tilraun sem sólólistamaður, og í kvöld fagnar hann svo útgáfu nýútkominnar safnplötu Quarashi Anthology í heljarinnar útgáfuteiti á Prikinu. Steini mætir svo í þáttinn á sunnudag og spilar það sem hann er tilbúinn með af væntanlegri frumraun sinni, spjallar um tíma sinn í Quarashi og gefur hlustendum vísbendingar um tónlistarsmekk sinn með því að setja vasadiskóið sitt á shuffle. Einnig verður leikin áður óheyrð hljóðupptaka af einu lagi frá lokatónleikum Quarashi á Nasa í sumar. Vasadiskó er nú í boði Gogoyoko en í þættinum er leitast við að spila splúnkunýja tónlist auk þess að grafa upp gamla týnda fjársjóði úr tónlistarsögunni. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni - en þar er sívaxandi samfélag tónlistaráhugamanna í mótun. Þar birtast nær daglega ný myndbönd, fréttir og ábendingar notenda af athyglisverðri nýrri tónlist. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag er enginn annar en Steinar Fjeldsted, rappari Quarashi. Í gær gaf hann út lagið Cigarettes, sem er hans fyrsta tilraun sem sólólistamaður, og í kvöld fagnar hann svo útgáfu nýútkominnar safnplötu Quarashi Anthology í heljarinnar útgáfuteiti á Prikinu. Steini mætir svo í þáttinn á sunnudag og spilar það sem hann er tilbúinn með af væntanlegri frumraun sinni, spjallar um tíma sinn í Quarashi og gefur hlustendum vísbendingar um tónlistarsmekk sinn með því að setja vasadiskóið sitt á shuffle. Einnig verður leikin áður óheyrð hljóðupptaka af einu lagi frá lokatónleikum Quarashi á Nasa í sumar. Vasadiskó er nú í boði Gogoyoko en í þættinum er leitast við að spila splúnkunýja tónlist auk þess að grafa upp gamla týnda fjársjóði úr tónlistarsögunni. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni - en þar er sívaxandi samfélag tónlistaráhugamanna í mótun. Þar birtast nær daglega ný myndbönd, fréttir og ábendingar notenda af athyglisverðri nýrri tónlist.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira