Davíð Þór biður Maríu afsökunar 3. nóvember 2011 15:48 Davíð biður Maríu afsökunar. Sakar hana samt um fasisma. Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir." Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir."
Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28
María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13
Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00