Umfjöllun: Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá KR Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 25. september 2011 09:35 Mynd / Daníel KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira