Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinu Stefán Árni Pálsson á Stjörnuvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/HAG Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti