Grétar Sigfinnur: Mætum með fimm stjörnur á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 18:57 „Það er virkilega gaman að vinna tvöfalt. Bara frábært ár hjá KR. Við unnum tvöfalt í körfunni og tvöfalt í fótboltanum. Maður verður ekki þreyttur á að segja það," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson sigurreifur miðvörður KR. Grétar, sem er uppalinn KR-ingur, hefur meðal annars spilað með Víkingi og Val áður en hann sneri aftur á heimaslóðir fyrir nokkrum árum. Titillinn hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir Vesturbæinginn. „Algjörlega. Að vera hluti af þessu liði. Það eina sem maður vildi var að koma aftur heim og feta í fótspor frægra manna á borð við Þormóðs Egilssonar og fleiri hetja." Fylkismenn börðust um hvern einasta bolta og gerðu KR-ingum erfitt fyrir. Reyndust erfiðari mótherji en margir reiknuðu með enda höfðu þeir að engu að keppa. „Nei, ekki frekar en hvert lið sem við höfum mætt í sumar. Við kannski gerðum okkur svolítið erfitt fyrir seinni hluta sumars. Við sýndum gríðarlegan karakter, töpuðum aðeins einum leik og þetta er gríðarlega flott." Grétar segir stemmninguna í leikmannahópi KR afar góða. „Hún er náttúrulega svakalega góð með valinn mann í hverju rúmi. Skemmtilegur hópur. Maður hefur oft verið hluti af góðri stemmningu en þegar vel gengur er bara gaman. Það hefur ekki verið tími í sumar sem maður hefur verið fúll eða verið leiðinlegt. Þetta er búið að vera gríðarlega gaman." „Það er gaman að það stendur enginn einn upp úr í þessu liði. Það hafa allir verið frábærir. Menn sem hafa komið af bekknum hafa líka skilað sínu hlutverki. Það hefur verið lykillinn að þessum sigri." Grétar segir að það hafi verið erfitt fyrir KR-inga að halda sér á jörðinni í sumar. Liðið spilaði frábærlega í sumar, sérstaklega fyrri hluta sumars, og margir töldu formsatriði að liðið tryggði sér titilinn. „Jú, algjörlega. Við erum í KR og það er alltaf pressa. Við höfum lifað við það frá því Íslandsmótið var stofnað. Auðvitað lendum við í miklum meiðslum og bönnum. Það hefur kannski verið erfiðara fyrir okkur en að halda okkur á jörðinni." KR-ingar hafa fjórar stjörnur á búningi sínum en 25. Íslandsmeistaratitillinn þýðir að stjörnunum mun fjölga í fimm. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vinna tvöfalt. Bara frábært ár hjá KR. Við unnum tvöfalt í körfunni og tvöfalt í fótboltanum. Maður verður ekki þreyttur á að segja það," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson sigurreifur miðvörður KR. Grétar, sem er uppalinn KR-ingur, hefur meðal annars spilað með Víkingi og Val áður en hann sneri aftur á heimaslóðir fyrir nokkrum árum. Titillinn hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir Vesturbæinginn. „Algjörlega. Að vera hluti af þessu liði. Það eina sem maður vildi var að koma aftur heim og feta í fótspor frægra manna á borð við Þormóðs Egilssonar og fleiri hetja." Fylkismenn börðust um hvern einasta bolta og gerðu KR-ingum erfitt fyrir. Reyndust erfiðari mótherji en margir reiknuðu með enda höfðu þeir að engu að keppa. „Nei, ekki frekar en hvert lið sem við höfum mætt í sumar. Við kannski gerðum okkur svolítið erfitt fyrir seinni hluta sumars. Við sýndum gríðarlegan karakter, töpuðum aðeins einum leik og þetta er gríðarlega flott." Grétar segir stemmninguna í leikmannahópi KR afar góða. „Hún er náttúrulega svakalega góð með valinn mann í hverju rúmi. Skemmtilegur hópur. Maður hefur oft verið hluti af góðri stemmningu en þegar vel gengur er bara gaman. Það hefur ekki verið tími í sumar sem maður hefur verið fúll eða verið leiðinlegt. Þetta er búið að vera gríðarlega gaman." „Það er gaman að það stendur enginn einn upp úr í þessu liði. Það hafa allir verið frábærir. Menn sem hafa komið af bekknum hafa líka skilað sínu hlutverki. Það hefur verið lykillinn að þessum sigri." Grétar segir að það hafi verið erfitt fyrir KR-inga að halda sér á jörðinni í sumar. Liðið spilaði frábærlega í sumar, sérstaklega fyrri hluta sumars, og margir töldu formsatriði að liðið tryggði sér titilinn. „Jú, algjörlega. Við erum í KR og það er alltaf pressa. Við höfum lifað við það frá því Íslandsmótið var stofnað. Auðvitað lendum við í miklum meiðslum og bönnum. Það hefur kannski verið erfiðara fyrir okkur en að halda okkur á jörðinni." KR-ingar hafa fjórar stjörnur á búningi sínum en 25. Íslandsmeistaratitillinn þýðir að stjörnunum mun fjölga í fimm. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira