Fótbolti

Joe Cole lagði upp mark í sínum fyrsta leik með Lille

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Cole þegar hann gekk til liðs við Lille.
Joe Cole þegar hann gekk til liðs við Lille. Mynd. / Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn, Joe Cole, byrjaði vel með Lille í sínum fyrsta leik með franska félaginu, en hann lagði upp eitt mark þegar liðið vann Saint- Etienne ,3-1, í frönsku úrvalsdeildinni.

Cole kom inná sem varamaður í leiknum og var ekki lengi að láta ljós sitt skína, en hann gaf stoðsendingu rétt eftir að hann snerti grasið. 

Lille er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig, einu stigi á eftir Lyon. Félagið hefur leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni þegar liðið mætir CSKA Moskva í fyrsta leik riðilsins.

Joe Cole verður líklega mikilvægur fyrir frönsku meistarana í vetur þar sem hann hefur mikla reynslu úr Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×