Fótbolti

Zico tekur við landsliði Írak

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zico skoraði stórkostleg mörk fyrir Brailíu á HM 1982 á Spáni.
Zico skoraði stórkostleg mörk fyrir Brailíu á HM 1982 á Spáni. Nordic Photos/AFP
Brasilíska goðsögnin Zico hefur samþykkt boð um að taka við knattspyrnulandsliði Íraka. Zico staðfesti þetta í samtali við Reuters fréttastofuna í gær.

„Þetta er allt frágengið. Lögfræðingar mínir og ég höfum sent uppkast að samningi til þeirra og það á aðeins eftir að skrifa undir," segir Zico. Einhverjir myndu telja að undirskrift væri nauðsynleg til þess að mál teldist frágengið en Zico er greinilega sannfærður.

Zico, sem er 58 ára, er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og hefur meðal annars verið kallaður hinn hvíti Pele. Hann hefur þjálfað félagslið í Tyrkland, Rússlandi og Grikklandi en var síðast yfirmaður knattspyrnumála hjá Flamengo í heimalandinu.

Zico kom landsliði Brasilíu á HM 2006 í Þýskalandi. Írak hefur einu sinni komist í lokakeppni HM, árið 1986 í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×