Betra að einbeita sér að fjármálum Byggðastofnunar en skipan stjórnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2011 10:52 Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra. Mynd/ GVA. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist afskaplega leið yfir þeirri gagnrýni sem hún fær frá þingflokki VG vegna skipunar nýrrar stjórnar Byggðastofnunar. Hún vill að menn einbeiti sér að því að bæta fjárhag stofnunarinnar frekar en skipan stjórnarinnar. Iðnaðarráðherra skipaði nýja stjórn Byggðastofnunar í vikunni með fulltrúum úr atvinnulífinu en ekki pólitískt skipaða fulltrúa. Í ályktun sem þingflokkur Vinstrihreyfingar - græns framboðs sendi frá sér í morgun er þessi ákvörðun gagnrýnd harðlega. Segir þingflokkurinn að þetta sé gert þvert á óskir VG. Þá lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórnni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf. Aðspurð segir Katrín að gagnrýni eins og þessi hljóti að vera einsdæmi. Hún segist hafa sent formanni VG og aðstoðarmanni hans bréf þann 20. maí síðastliðinn þar sem kemur fram að hún hyggist skipta út allri stjórninni og fá inn öflugan hóp úr atvinnulífi og menntalífi. „Og svo óskaði ég eftir samráði í framhaldi," segir Katrín. Katrín segir að væri nær að einbeita sér frekar að fjármálum Byggðarstofnunar heldur en hvernig stjórnin er skipuð. „Verkefnið okkar núna gagnvart Byggðarstofnun er ekki að takast á um það hvernig skipað er í stjórnina heldur er það að leysa fjárhagsvanda hennar," segir Katrín. Hún bendir á að eigið fé sé neikvætt um 2,74% og Alþingi hafi þegar samþykkt milljarð inn í stofnunina og það þurfi að sækja 2,5 milljarða til viðbótar til að koma eigið fé stofnunarinnar í það horf að Fjármálaeftirlitið samþykki starfsemi hennar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist afskaplega leið yfir þeirri gagnrýni sem hún fær frá þingflokki VG vegna skipunar nýrrar stjórnar Byggðastofnunar. Hún vill að menn einbeiti sér að því að bæta fjárhag stofnunarinnar frekar en skipan stjórnarinnar. Iðnaðarráðherra skipaði nýja stjórn Byggðastofnunar í vikunni með fulltrúum úr atvinnulífinu en ekki pólitískt skipaða fulltrúa. Í ályktun sem þingflokkur Vinstrihreyfingar - græns framboðs sendi frá sér í morgun er þessi ákvörðun gagnrýnd harðlega. Segir þingflokkurinn að þetta sé gert þvert á óskir VG. Þá lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórnni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf. Aðspurð segir Katrín að gagnrýni eins og þessi hljóti að vera einsdæmi. Hún segist hafa sent formanni VG og aðstoðarmanni hans bréf þann 20. maí síðastliðinn þar sem kemur fram að hún hyggist skipta út allri stjórninni og fá inn öflugan hóp úr atvinnulífi og menntalífi. „Og svo óskaði ég eftir samráði í framhaldi," segir Katrín. Katrín segir að væri nær að einbeita sér frekar að fjármálum Byggðarstofnunar heldur en hvernig stjórnin er skipuð. „Verkefnið okkar núna gagnvart Byggðarstofnun er ekki að takast á um það hvernig skipað er í stjórnina heldur er það að leysa fjárhagsvanda hennar," segir Katrín. Hún bendir á að eigið fé sé neikvætt um 2,74% og Alþingi hafi þegar samþykkt milljarð inn í stofnunina og það þurfi að sækja 2,5 milljarða til viðbótar til að koma eigið fé stofnunarinnar í það horf að Fjármálaeftirlitið samþykki starfsemi hennar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira