Fótbolti

Beckham skoraði beint úr hornspyrnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn, David Beckham, hefur í gegnum tíðina skorað mörg falleg mörk og kom eitt af þeim fyrir LA Galaxy í gær, en leikmaðurinn setti boltann í netið úr hornspyrnu.

LA Galaxy vann góðan sigur, 2-1, gegn Chicago Fire og var það Beckham sem tryggði sigurinn á 66. mínútu leiksins en áður hafði hann lagt upp fyrra mark liðsins sem Landon Donovan skoraði.

Markið var sérlega glæsilegt og má sjá það á myndbandi hér að ofan. LA Galaxy hefur nú fimm stiga forskot á Vestur-deildinni fyrir vestan og stendur virkilega vel að vígi fyrir úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×