Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2011 18:30 Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45
Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00
Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21
Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32
Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43
Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52
Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20