Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% 15. júlí 2011 10:52 Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri." Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri."
Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent