Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% 15. júlí 2011 10:52 Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri." Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri."
Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur