Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 13:17 Roberto er orðinn Íslendingur. Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“ Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“
Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira