Enski boltinn

Rafael van der Vaart vonast til þess að Modric verði kyrr

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í suma
Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í suma AFP
Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í sumar. Hinn 25 ára gamli Modric kom flestum á óvart þegar hann sagðist vilja fara frá liðinu en Tottenham hefur þegar hafnað 22 milljóna punda tilboði í króatíska miðjumanninn.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu og jafnvel 4 milljarða kr. tilboð í leikmanninn dugði ekki til að hnika þeirri skoðun.

Rafael van der Vaart segir að það sé alltaf erfitt fyrir félög að halda í leikmenn sem vilja fara. „Ef einhver er óánægður þá er erfitt að breyta því. Luka og Gareth Bale eru ekki í þessu fyrir peningana sem þeir fá. Þeir vilja vinna titla, og ef þeir telja sig þurfa að fara í annað lið þá er það þeirra ákvörðun. Ég vona samt að þeir verði áfram, báðir eru þeir frábærir leikmenn og mikilvægir fyrir liðið," sagði Van der Vaart á fyrstu æfingu Tottenham eftir sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×