Enski boltinn

Carlos Tevez vill fara frá Manchester City

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðið Manchester City.
Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðið Manchester City. Nordic Photos/Getty Images
Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Í stuttri yfirlýsingu sagði framherjinn að hann vilji vera nær dætrum sínum sem eru búsettar í Argentínu.

„Ég hef greint Manchester City frá ákvörðun minni að ég vilji fara frá félaginu, það geri ég með mikilli eftirsjá," sagði Tevez í yfirlýsingunni en hann allt frá því í desember á síðasta ári hefur þessi orðrómur verið í gangi.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Man City og eigandinn Sheikh Mansour náðu að sannfæra Tevez um að vera áfram. Hann var fyrirlið Man City þegar liðið varð bikarmeistari í maí og er það fyrsti titill liðsins frá árinu 1976.

„Ég ber mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum liðsins og eigendum. Ég vona að ákvörðun mín mæti skilningi en undanfarnir 12 mánuðir hafa verið erfiðir. Það er erfitt að vera án fjölskyldunnar í Manchester. Allt sem ég geri er fyrir dætur mínar og ég verð að vera nær þeim og eyða meiri tíma með þeim," segir Tevez ennfremur.

Tevez hefur skorað 53 mörk í 86 leikjum fyrir Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×