Innlent

Rúmlega 500 tilkynningar um peningaþvætti en enginn dómur

Ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri.
Aðeins eitt dómsmál fjallaði um peningaþvætti og féll árið 2009. Það var svokallað TR-mál þar sem 13 manns voru ákærðir, aðallega fyrir hylmingu, en til vara fyrir peningaþvætti af gáleysi. Enginn var sakfelldur fyrir peningaþvætti. Athygli vekur því að samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti þá kemur fram að 520 ábendingar bárust embættinu árið 2008. Ári síðar bárust embættinu 494 tilkynningar.

Hinsvegar bárust 70 færri tilkynningar á síðasta ári eða 414.

Mikill fjöldi tilkynninga með ótilgreindri fjárhæð var vegna gruns um brot á gjaldeyrishöftunum. Engin tilkynning barst frá endurskoðendum, fasteignasölum, lögmönnum eða öðrum tilkynningarskyldum aðilum utan fjármálafyrirtækjanna. Engin tilkynning barst vegna gruns um fjármögnun hryðjuverka en slík tilkynning hefur aldrei borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×