Innlent

Flugmenn hugsanlega líka í verkfall - samningaviðræðum hætt í dag

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Flugmenn Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., hófu allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögu að verkfallsboðun í formi yfirvinnubanns flugmanna í dag. Þetta kemur fram á vef félags atvinnuflugmanna en þar er greint frá því að upp úr hádegi hafi slitnað úr samningaviðræðum á milli ríkissáttasemjara og flugmanna.

Tillagan, sem kosið er um, hljóðar upp á yfirvinnubann sem hæfist þann 24. júní 2011. Kosningunni lýkur kl. 13:00 þann 17. júní 2011 og verða atkvæði þá þegar talin. Allir flugmenn Icelandair sem hafa atkvæðisrétt eiga nú að hafa fengið kosningakóða sendann.

Talsverðar tafir hafa orðið á flugi þessa vikunna vegna verkfallsaðgerða flugvirkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×