Lífið

Fjölmennt á Skjaldborg á Patreksfirði

elly@365.is skrifar
MYNDIR/Björn Ómar Guðmundsson
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem var sett í fimmta sinn í gærkvöldi á Patreksfirði.

Við setningarathöfnina var klukkan færð fram um eina klukkustund og tekinn upp sumartími eða Skjaldborgartími öllu heldur.

Opnunarmynd hátíðarinnar var heimildamyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson. Myndin fjallar um Jón Ísleifsson prest á Vestfjörðum. Yfir tuttugu nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni.

Heiðursgestur Skjaldborgar í ár er Ómar Ragnarsson. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld þegar áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, Einarinn, verða afhent. Fjölmennt er á Patreksfirði í tilefni af hátíðinni, talið er að hátt í 500 gestir séu staddir þar.   - Sjá myndirnar hér.

MYNDIR/Björn Ómar Guðmundsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.