Lífið

Halda skilnaðarpartý

Jack White og Karen Elson ætla að halda upp á skilnaðinn sinn.
Jack White og Karen Elson ætla að halda upp á skilnaðinn sinn. Mynd/AP
Rokkarinn Jack White og eiginkona hans, módelið Karen Elson, ætla að halda veislu fyrir sína nánustu, bæði til að fagna sex ára brúðkaupsafmæli sínu og svo skilnaðinum sem þau ganga nú í gegnum.



Fagnaðurinn mun eiga sér stað í Nashville og samkvæmt boðskortinu sem hjónakornin sendu út mega gestir búast við dansi, myndum, minningum og drykkjum sem innihalda áfengi.



White og Elson giftust í júní árið 2005 og eiga saman tvö börn en þau segjast bæði mjög þakklát fyrir tímann sem þau hafa eytt saman og munu halda áfram að fylgjast með börnunum sínum vaxa í sameiningu, þó þau verði í sundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.