Lífið

Toppaði eigið brúðkaup með óléttufréttum

MYNDIR/Cover Media
Breska söngkonan Lily Allen giftist Sam Cooper í gær. Eins og sjá má á myndunum var brúðurin, 26 ára, geislandi fögur i síðum hvítum blúndukjól eftir franska hönnuðinn Delphine Manivet sem fór henni afskaplega vel og þá sér í lagi af því að hún er barnshafandi en nýgift hjónin tilkynntu fjölskyldu og vinum eftir athöfnina að Lily er gengin fjóra mánuði með barnið þeirra.

Það var virkilega tilfinningaþrungin stund þegar þau sögðu frá gleðitíðindunum því Lily hefur tvisvar gengið í gegnum fósturmissi, fyrst árið 2007 og síðan aftur árið 2010 sökum blóðeitrunar.



Lily, sem ber nú eftirnafnið Cooper, er staðráðin í að taka það rólega yfir meðgönguna.Sjá brúðkaupsmyndir hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.