Lífið

Longoria fallin fyrir unglambinu

MYNDIR/Cover Media
Desperate Housewives stjarnan, Eva Longoria, 36 ára, og kærastinn hennar Eduardo Cruz, sem er ellefu árum yngri en Eva, aðeins 25 ára, gengu hönd í hönd í gegnum LAX flugvöllinn í Los Angeles.

Þá var parið myndað saman á lúxussnekkju á Spáni þar sem þau létu vel að hvort öðru.

Eduardo Cruz, er litli bróðir leikkonunnar Penelope Cruz. Samkvæmt heimildum The National Enquirer er Penelope langt frá því að vera yfir sig hrifin af þessu sambandi og óttast að Eva Longoria muni skilja bróður sinn eftir í sárum fyrr en síðar.

Skoða myndirnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.