Gætu þurft að fresta útboði olíuleitar á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2011 18:24 Íslensk stjórnvöld skoða nú hvort fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu í sumar þar sem þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins, dagaði uppi á Alþingi. Íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrir fimmtán mánuðum að annað útboð til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu skyldi hefjast þann 1. ágúst 2011, eftir aðeins sex vikur. Orkustofnun hefur að undanförnu kynnt útboðið erlendis miðað við þær forsendur að skattalöggjöf yrði breytt í samræmi við lagafrumvörp sem verið hafa í meðförum Alþingis en íslenska skattkerfið er talið hafa fælt félög frá þátttöku í fyrsta útboðinu fyrir tveimur árum. Fyrir lá að frumvörpin nytu stuðnings allra flokka og voru viðkomandi þingnefndir búnar að afgreiða þau frá sér án ágreinings og því virtist einfalt mál að koma þeim í gegnum lokaafgreiðslu þingsins. Drekafrumvörpin fóru hins vegar ekki inn á forgangslista stjórnarflokkanna síðustu sólarhringa þinghaldsins og hafa þau nú dagað uppi. Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backmann, héldu utan um forgangslistann og segir Þuríður að ekki hafi náðst að koma þessum málum á dagskrá. Þau verði að bíða fram í september. Þórunn segir allt þinghaldið síðustu dagana hafa snúist um kvótann og þetta sé fórnarkostnaðurinn sem hljótist af þeim gömlu vondu vinnubrögðum sem enn tíðkist á Alþingi. Svo virðist sem forystumenn hér á Alþingi hafi í óðagotinu síðustu dagana fyrir helgi ekki áttað sig á því að með því að lögfesta ekki frumvörpin myndu þeir setja Drekaútboðið í uppnám. Svo neyðarlegt er þetta glappaskot þingsins að innan Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis er verið að skoða hvort menn þurfi hreinlega til að fresta útboðinu, þar sem gildandi lög stangast á við þá útboðsskilmála sem búið er að kynna. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skoða nú hvort fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu í sumar þar sem þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins, dagaði uppi á Alþingi. Íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrir fimmtán mánuðum að annað útboð til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu skyldi hefjast þann 1. ágúst 2011, eftir aðeins sex vikur. Orkustofnun hefur að undanförnu kynnt útboðið erlendis miðað við þær forsendur að skattalöggjöf yrði breytt í samræmi við lagafrumvörp sem verið hafa í meðförum Alþingis en íslenska skattkerfið er talið hafa fælt félög frá þátttöku í fyrsta útboðinu fyrir tveimur árum. Fyrir lá að frumvörpin nytu stuðnings allra flokka og voru viðkomandi þingnefndir búnar að afgreiða þau frá sér án ágreinings og því virtist einfalt mál að koma þeim í gegnum lokaafgreiðslu þingsins. Drekafrumvörpin fóru hins vegar ekki inn á forgangslista stjórnarflokkanna síðustu sólarhringa þinghaldsins og hafa þau nú dagað uppi. Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backmann, héldu utan um forgangslistann og segir Þuríður að ekki hafi náðst að koma þessum málum á dagskrá. Þau verði að bíða fram í september. Þórunn segir allt þinghaldið síðustu dagana hafa snúist um kvótann og þetta sé fórnarkostnaðurinn sem hljótist af þeim gömlu vondu vinnubrögðum sem enn tíðkist á Alþingi. Svo virðist sem forystumenn hér á Alþingi hafi í óðagotinu síðustu dagana fyrir helgi ekki áttað sig á því að með því að lögfesta ekki frumvörpin myndu þeir setja Drekaútboðið í uppnám. Svo neyðarlegt er þetta glappaskot þingsins að innan Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis er verið að skoða hvort menn þurfi hreinlega til að fresta útboðinu, þar sem gildandi lög stangast á við þá útboðsskilmála sem búið er að kynna.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira