Innlent

Jón forseti á frímerki

Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason fyrir tillögu sína;  "Tvennir tímar – Jón yngri og eldri”
Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason fyrir tillögu sína; "Tvennir tímar – Jón yngri og eldri”
Jón Sigurðsson forseti verður á nýjum frímerkjum í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu.

Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Efnt til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason.

Tillaga hans „Tvennir tímar – Jón yngri og eldri" var talin hefðbundin og mjög vel unnin.

Íslandspóstur gefur frímerkin út 17. júní 2011.

Þar sem útgáfudag frímerkjanna ber upp á Þjóðhátíðardaginn verður Íslandspóstur með opið pósthús þann 17. júní á Hrafnseyrarhátíð, að Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Um er að ræða annars vegar, svokallaða smáörk með tveimur frímerkjum – Jón yngri og eldri, og hins vegar, stök frímerki í örkum með 10 frímerkjum, sömuleiðis Jón yngri og eldri.

Verðgildi frímerkjanna er: 50g innanlands – ígildi 90 króna, en verðflokkurinn bréf 0-50g innanlands hækkar úr 75 kr. í 90 kr. í dag, 15. júní 2011.

Og 1000 kr. Það er við hæfi að Jón Sigurðsson beri hæsta verðgildi á frímerki sem hefur verið gefið út um langt árabil eins og segir í tilkynningu frá Íslandspósti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×