Erlent

Tracy Morgan reynir að bæta fyrir ummæli um homma og lesbíur

Sjónvarpsstjarnan Tracy Morgan hitti í New York í gær samkynheigð ungmenni sem eru heimilislaus.
Sjónvarpsstjarnan Tracy Morgan hitti í New York í gær samkynheigð ungmenni sem eru heimilislaus. Mynd/Getty Images
30 Rock stjarnan Tracy Morgan reynir nú hvað hann getur til að bæta fyrir ummæli sem hann hafði nýverið um samkynheigða. Hann heimsótti í gær miðstöð í Brooklyn í New York fyrir heimilislaus samkynheigð ungmenni.

Hin umdeildu ummæli féllu þegar sjónvarpsstjarnan hélt uppistand í Nashville en þá sagði Morgan samkynheigð vera val og að hommar og lesbíur ættu að hætta að vera svona miklir aumingjar. Morgan sagði auk þess að hann myndi stinga son sinn kæmi í ljós að hann væri samkynheigður.

Ummælin vöktu hörð viðbrögð, meðal annnars hjá Tinu Fey, samstarfsmanni Morgan og aðalleikkonuninni í sjónvarpsþáttunum 30 Rock. Fyrir nokkrum dögðum baðst Morgan afsökunar á framferði sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×