Erlent

Bannað að flúra ferðamenn?

Húðflúrarar verða beðnir að nota ekki heilög trúartákn við húðflúrun ferðamanna.
Húðflúrarar verða beðnir að nota ekki heilög trúartákn við húðflúrun ferðamanna. Mynd/ ap
Menningamálaráðuneytið í Tælandi vinnur nú að því að stöðva húðflúrun heilagra tákna á erlenda ferðamenn en mikill fjöldi aðkomumanna virðist sækja í að fá heilagar myndir og munstur flúruð á sig og það oft í fagurfræðilegum tilgangi frekar en trúarlegum.

Bannið hefur ekki verið gert opinbert, en á meðan unnið er í því munu héraðsstjórnir heimsækja húðflúrunarstofur landsins og biðja listamennina að sýna samvinnulund með því að nota ekki heilög trúartákn þegar ferðamenn eru flúraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×