Erlent

Titanic II sekkur í jómfrúarferð sinni

Ólíklegt þykir að James Cameron geri kvikmynd um þetta óhapp, enda var Wilkinson einn um borð í bátnum.
Ólíklegt þykir að James Cameron geri kvikmynd um þetta óhapp, enda var Wilkinson einn um borð í bátnum. Mynd/ ap
Smábátaeigandinn Mark Wilkinson hefði mátt hugsa sig tvisvar um áður en hann skírði nýja bátinn sinn Titanic II en báturinn virðist hafa tekið nafngiftina alvarlega og sökk skömmu áður en Wilkinson náði í land að fyrstu siglingunni lokinni.

Sjálfur endaði Wilkinson í sjónum og var veiddur upp af hafnarstjóranum. Haft var eftir honum að honum þætti málið í heild vera frekar vandræðalegt og hann væri orðinn frekar þreyttur á því að vera spurður hvort hann hafi siglt á ísjaka. Einn sjónarvottanna sagði þó bátinn hafa verið það lítinn að ekki hefði þurft nema einn ísmola til að granda honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×