Erlent

Lést eftir að hafa látið grafa sig lifandi

Rússneskur maður lést nýverið eftir hann lét grafa sig lifandi. Hann taldi að með því að vera grafinn ofan í jörðina í eina nótt myndi hann njóta gæfu að eilífu.

Maðurinn, sem var þrjátíu og fimm ára, fór ofan í líkkistu og lét vin sinn grafa sig í jörðina. Hann setti göt á kistuna og plastsnúrur upp á yfirborðið. Hann tók með sér farsíma og vatnsflösku. Eftir nokkra klukkutíma ofan í jörðinni sagði hann vini sínum að honum liði vel og að vinurinn gæti farið að sofa.

Þegar vinur hans kom svo morguninn eftir var hann látinn. Talsmaður lögreglunnar segir að maðurinn hafi viljað láta reyna á þolið sitt ofan í jörðinni en málið er ekki rannsakað sem sakamál. Maðurinn var ókvæntur forritari og lætur eftir sig ungt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×