Sendir danska ferðamenn til Íslands 9. júní 2011 10:13 Kolbrún Pálsdóttir var í kjötvinnslunámi en hún hjálpar nú dönskum ferðamönnum að láta verða af draumum sínum um ferðalög á Íslandi. Mynd/ Islandsrejser Íslensk kona sem búsett er í Danmörku hefur stofnað ferðaskrifstofuna Islandsrejser þar í landi og býður nú íslandsþyrstum Dönum upp á fjölbreytta ferðamöguleika vilji þeir heimsækja heimahaga hennar. Hún segir starfsemina ganga eins og í sögu en einu erfiðleikarnir virðist felast í skorti á dönskumælandi fólki í íslenskum ferðaiðnaði. Kolbrún Pálsdóttir hefur búið í Danmörku í rúm 8 ár og segir að frá því hún hafi fyrst drepið þar niður fæti hafi heimamenn ávallt sýnt mikinn áhuga á því að fara til Íslands. Það hefur tekið hana tvö ár að koma ferðaskrifstofunni á fót en hún var formlega opnuð þann 26. maí síðastliðinn. Vefsíða Kolbrúnar var hinsvegar opnuð fyrir tveimur mánuðum og tókst fyrirtækið þá strax á loft en Kolbrún segir starfsemina nánast hafa gengið of vel þar sem hún hefur selt tæpar 30 ferðir á tveimur mánuðum auk þess sem hún sé að vinna úr fyrirspurnum margra hópa. Helsta vandamálið sem komið hefur upp frá opnun skrifstofunnar virðist vera skortur á dönskumælandi Íslendingum í ferðabransanum en Kolbrún segist hafa lent í vandræðum þegar hún setur saman ferðir fyrir eldri Dani, sem margir hverjir eigi erfitt með að tala ensku. Hún segir skóladönsku Íslendinga ná heldur stutt, en færnin aukist hratt með smá æfingu. Kolbrún er alveg ný í ferðaiðnaðinum en hún var í kjötvinnsunámi áður en hún ákvað að láta drauminn um Islandsrejser verða að veruleika. Hún segir í raun fátt hafa unnið með sér að þeirri staðreynd undanskilinni að hún er Íslendingur og þekkir landið, en þrátt fyrir reynsluleysi virðist starfsemin hafa rokið af stað og segir Kolbrún góðar viðtökur samstarfsaðila á Íslandi hafa hjálpað sér mikið. Hér má nálgast vefsíðu Islandsrejser: www.islandsrejser.dk Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er í Danmörku hefur stofnað ferðaskrifstofuna Islandsrejser þar í landi og býður nú íslandsþyrstum Dönum upp á fjölbreytta ferðamöguleika vilji þeir heimsækja heimahaga hennar. Hún segir starfsemina ganga eins og í sögu en einu erfiðleikarnir virðist felast í skorti á dönskumælandi fólki í íslenskum ferðaiðnaði. Kolbrún Pálsdóttir hefur búið í Danmörku í rúm 8 ár og segir að frá því hún hafi fyrst drepið þar niður fæti hafi heimamenn ávallt sýnt mikinn áhuga á því að fara til Íslands. Það hefur tekið hana tvö ár að koma ferðaskrifstofunni á fót en hún var formlega opnuð þann 26. maí síðastliðinn. Vefsíða Kolbrúnar var hinsvegar opnuð fyrir tveimur mánuðum og tókst fyrirtækið þá strax á loft en Kolbrún segir starfsemina nánast hafa gengið of vel þar sem hún hefur selt tæpar 30 ferðir á tveimur mánuðum auk þess sem hún sé að vinna úr fyrirspurnum margra hópa. Helsta vandamálið sem komið hefur upp frá opnun skrifstofunnar virðist vera skortur á dönskumælandi Íslendingum í ferðabransanum en Kolbrún segist hafa lent í vandræðum þegar hún setur saman ferðir fyrir eldri Dani, sem margir hverjir eigi erfitt með að tala ensku. Hún segir skóladönsku Íslendinga ná heldur stutt, en færnin aukist hratt með smá æfingu. Kolbrún er alveg ný í ferðaiðnaðinum en hún var í kjötvinnsunámi áður en hún ákvað að láta drauminn um Islandsrejser verða að veruleika. Hún segir í raun fátt hafa unnið með sér að þeirri staðreynd undanskilinni að hún er Íslendingur og þekkir landið, en þrátt fyrir reynsluleysi virðist starfsemin hafa rokið af stað og segir Kolbrún góðar viðtökur samstarfsaðila á Íslandi hafa hjálpað sér mikið. Hér má nálgast vefsíðu Islandsrejser: www.islandsrejser.dk
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira