Eagles buðu starfsfólki Nings á tónleikana 9. júní 2011 10:51 Eagles eru sáttir við starfsfólk Nings og buðu þeim á tónleika. „Þeir komu hingað í gærkvöldi og fengu sér bland af heilsuréttum og nýjan kjúklingarétt," segir Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nings, en rokkgoðin úr Eagles fengu sér að borða á veitingastaðnum á Suðurlandsbraut í gærkvöldi ásamt fylgdarliði. Rokkararnir voru svo ánægðir með matinn að þeir buðu öllu starfsfólki á tónleikana sem verða í Laugardalshöllinni í kvöld. Hilmar segir að það hafi ekki farið mikið fyrir tónlistarmönnunum þegar þeir sátu að snæðingi. „Stúlkurnar þekktu varla mennina þegar þeir komu inn. Þær hafa sennilega bara haldið að þarna væru eldri borgara sem töluðu ensku á ferð," segir Hilmar sem bætir við að þessir fornfrægu rokkarar hefðu verið kurteisir með eindæmum. Fréttablaðið greindi frá því í maí að matarkröfur Eagles fyrir tónleikaferð sína Long Road Out Of Eden eru gríðarlegar. Þar kemur fram að matarkröfurnar eru jafn strangar og þær eru margar. Mikilvægt er að maturinn sé heilsusamlegur þar sem fólk í föruneyti Eagles er að reyna að hugsa um heilsuna. Öll búningsherbergi verða að vera full af ferskum ávöxtum og grænmeti ásamt nýbökuðu brauði. Mikilvægt er að harðsoðin egg sem verða í boði séu köld, með sprungulausri skurn. Þá verða vínber að vera svo fersk, að þegar þau eru hrist slitna þau ekki úr klasanum. Svo virðist sem Nings hafi uppfyllt kröfur rokkaranna og gott betur því þeir buðu níu manns, sem voru í vinnunni á Nings í gær, á tónleikana í kvöld. Þá bættu þeir um betur og hafa pantað mat frá staðnum í hádeginu í dag svo þeir fari ekki svangir í gegnum daginn. Þeir sem vilja berja goðin augum verða þó að láta sér kvöldið nægja, því maturinn verður sendur til tónlistarmannanna. Hilmar segist samgleðjast starfsfólki sínu og segir boðið á tónleikana skemmtilegan vitnisburð um að starfsfólkið sé að standa sig vel í vinnunni. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Þeir komu hingað í gærkvöldi og fengu sér bland af heilsuréttum og nýjan kjúklingarétt," segir Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nings, en rokkgoðin úr Eagles fengu sér að borða á veitingastaðnum á Suðurlandsbraut í gærkvöldi ásamt fylgdarliði. Rokkararnir voru svo ánægðir með matinn að þeir buðu öllu starfsfólki á tónleikana sem verða í Laugardalshöllinni í kvöld. Hilmar segir að það hafi ekki farið mikið fyrir tónlistarmönnunum þegar þeir sátu að snæðingi. „Stúlkurnar þekktu varla mennina þegar þeir komu inn. Þær hafa sennilega bara haldið að þarna væru eldri borgara sem töluðu ensku á ferð," segir Hilmar sem bætir við að þessir fornfrægu rokkarar hefðu verið kurteisir með eindæmum. Fréttablaðið greindi frá því í maí að matarkröfur Eagles fyrir tónleikaferð sína Long Road Out Of Eden eru gríðarlegar. Þar kemur fram að matarkröfurnar eru jafn strangar og þær eru margar. Mikilvægt er að maturinn sé heilsusamlegur þar sem fólk í föruneyti Eagles er að reyna að hugsa um heilsuna. Öll búningsherbergi verða að vera full af ferskum ávöxtum og grænmeti ásamt nýbökuðu brauði. Mikilvægt er að harðsoðin egg sem verða í boði séu köld, með sprungulausri skurn. Þá verða vínber að vera svo fersk, að þegar þau eru hrist slitna þau ekki úr klasanum. Svo virðist sem Nings hafi uppfyllt kröfur rokkaranna og gott betur því þeir buðu níu manns, sem voru í vinnunni á Nings í gær, á tónleikana í kvöld. Þá bættu þeir um betur og hafa pantað mat frá staðnum í hádeginu í dag svo þeir fari ekki svangir í gegnum daginn. Þeir sem vilja berja goðin augum verða þó að láta sér kvöldið nægja, því maturinn verður sendur til tónlistarmannanna. Hilmar segist samgleðjast starfsfólki sínu og segir boðið á tónleikana skemmtilegan vitnisburð um að starfsfólkið sé að standa sig vel í vinnunni.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira