Enski boltinn

Hjákona Giggs flýr land vegna líflátshótana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Imogen Thomas var eitt sinn valinn ungfrú Wales.
Imogen Thomas var eitt sinn valinn ungfrú Wales.
Fyrrum hjákona Ryan Giggs, Imogen Thomas, hefur ákveðið að flýja land eftir að hafa fengið fjölda líflátshótana síðustu daga. Hermt er að reiðir stuðningsmenn Man. Utd standi á bak við hótanirnar sem meðal annars hafa verið sendar á Twitter-samskiptasíðunni.

Svo hrædd er Thomas að hún er sögð ætla að selja íbúðina sína í London. Hún mun heldur ekki ætla að snúa aftur heim fyrr en ástandið hefur róast.

"Lögreglan tekur þessar hótanir alvarlega og það gerir hún líka. Þeir sem hafa verið að hóta henni vita hvar hún á heima og hvaða bíl hún á," sagði vinur Thomas.

Fjaðrafokið í kringum Giggs síðustu daga hefur haft sín áhrif á undirbúning liðsins fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Giggs mætti ekki á opna æfingu liðsins og svo vildi Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ekki sjá blaðamann sem spurði um Giggs í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×