Erlent

Lohan dæmd fyrir skartgripaþjófnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lindsay Lohan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Lindsay Lohan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Lindsay Lohan hefur verið dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð sem hún var dæmd til að sæta árið 2007. Hún var fundin sek um að hafa stolið hálsmeni úr skartgripabúð í janúar. Til viðbótar við fangelsisdóminn, sem er sá fjórði sem hún fær, var Lohan dæmd  til að gegna samfélagsþjónustu í 480 klukkustundir.

Lögmenn Lohan sögðu að dómnum yrði áfrýjað eftir að hann var kveðinn upp í gær og hún var látin laus gegn 75 þúsund dala tryggingu, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Tryggingagjaldið jafngildir um 8,5 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×