Lífið

Sheen sparkað með SMS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Charlie Sheen hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Mynd/ afp.
Charlie Sheen hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Mynd/ afp.
Klámmyndaleikkonan Bree Olson sagði leikaranum Charlie Sheen upp með SMS skilaboðum um helgina. Sheen var í Fort Lauderdale í Flórída þegar að hann fékk skilaboðin.

Sheen var á leið á svið að hefja uppistand þegar hann fékk skilaboðin. Einn áhorfandi spurði svo hvernig gengi hjá honum og gyðjunni. Svarið var: „Ekki vel, af því að hún yfirgaf mig.“

Sheen var ekki einn uppi á sviði allan tímann því fyrrverandi körfuboltakappinn Dennis Rodman steig á svið með honum í stutta stund, eftir því sem fram kemur á vefnum MusicRoom.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.