Lífið

Katie Price heppin að vera á lífi

Katie Price er þekktur hestaunnandi
Katie Price er þekktur hestaunnandi
Glamúr-fyrirsætan Katie Price slapp með minniháttar meiðsl þegar bíll sem hún var farþegi í ók á tvo villihesta í Argentínu.

Price, sem er einnig þekkt undir nafninu Jordan, var að aka eftir afskekktum sveitavegi með kærastanum sínum, Leandro Penna, þegar fákarnir tveir stukku yfir girðingu og í veg fyrir bílinn þeirra. Jordan segir slysið hafa verið mikið áfall en hún telji sig heppna að vera á lífi. Hestarnir lifðu slysið ekki af.

Price hefur keppt í hestaíþróttum og hefur sagt að hún stefni á að taka þátt í ólympíuleikunum á því sviði árið 2012. Það hefur því eflaust fengið mjög á hana að lenda í þessum hörmungum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.